Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Laugardagur 5. janúar 2002 kl. 18:42

Keflavík tapaði á Króknum

Keflvíkingar töpuðu fyrir Tindatól á Sauðárkróki í dag með 11 stiga mun, 102-91. Staðan í leikhlé var 50-46 fyrir heimamenn.Keflvíkingar voru stirðir sem og heimamenn í fyrsta leik liðanna á nýju ári og var lítið skorað fyrstu mínúturnar. Jafnt var á með liðuinum fram í hálfleik. Keflvíkingar náðu síðan forystu í byrjun fjórða leikhluta 69-60 en þá tóku heimamenn öll völd á vellinum og hittu mjög vel. Þeir komust yfir og tryggðu sér góðan sigur. Í lok leiksins var Damon Johnson sleginn niður af Mikael Andropof þannig að blæddi út nefi hans og þurfti hann að fara af leikvelli. Var einungis dæmt villa á Krókverjann en ekki ásetningur. Þó voru aðeins 15 sekúndur eftir af leiknum þannig að það hafði engin úrslitaáhrif.
Stigahæstir voru hjá Keflavík voru Damon með 27 stig (11 fráköst),, Gunnar Einarsson 22 (10 fráköst). Magnús, Falur og Guðjón skoruðu 9 stig. Kristinn Friðriksson, fyrrverandi keflvíkingur skoraði mest hjá Stólunum, eða 28 stig, þar af 7 þriggja stiga, margar úr ótrúlegum færum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024