Keflavík og Njarðvík æfa saman í sumar
Vegna framkvæmda á gólfi í sal A í Íþróttahúsi Keflavíkur munu körfuknattleikslið Keflavíkur og Njarðvíkur bæði æfa í Ljónagreyfjunni þ.e. í Íþróttamiðstöð Njarðvíkur í sumar.Á næstunni verður borað í gólf A-sals til þess að koma fyrir töppum sem lagðir verða undir nýtt parket.
Fimleikaiðkendur verða einnig að færa sig um set í júní en þá munu þeir æfa í íþróttahúsinu í Heiðarskóla. Unnið er að frágangi á loftræstingu í sal B og einnig verður sett upp millihurð fyrir gryfju, segir í frétt á vef Reykjanesbæjar.
Fimleikaiðkendur verða einnig að færa sig um set í júní en þá munu þeir æfa í íþróttahúsinu í Heiðarskóla. Unnið er að frágangi á loftræstingu í sal B og einnig verður sett upp millihurð fyrir gryfju, segir í frétt á vef Reykjanesbæjar.