Keflavík meðal bestu flugvalla í heimi
Alþjóðasamtök flugvalla – Airports Council International (ACI) – hafa valið Keflavíkurflugvöll á heiðurslista yfir bestu flugvelli í heimi – ACI Director General’s Roll of Excellence.
Útnefningin nær til flugvalla sem óslitið hafa sýnt frábæran árangur í þjónustukönnunum samtakanna meðal flugfarþega frá árinu 2008. Alls hafa 21 flugvellir hlotið þennan heiður frá árinu 2011 og í ár bætast eftirtaldir sex alþjóðaflugvellir í hópinn:
Keflavíkurflugvöllur
Dubaiflugvöllur í Sameinuð arabísku furstadæmunum
Kairóflugvöllur í Egiptalandi
Hyderabad Rajiv Gandhiflugvöllur á Indlandi
Taoyuanflugvöllur á Taiwan
Sangsterflugvöllur á Jamaíku
Framkvæmdastjóri ACI segir áherslu á að uppfylla síauknar væntingar farþega skipta sköpum í samkeppnishæfni alþjóðaflugvalla. Þessir sex flugvellir hafi ítrekað sýnt að þar ríkir mikill skilningur á áherslu farþegar á góða þjónustu og einnig á nauðsyn þess að ganga skrefi framar í að uppfylla væntingar.
„Þessi frábæri árangur er fyrst og fremst að þakka starfsfólki og samstarfsaðilum okkar á Keflavíkurflugvelli og áherslu á sífellt aukna þjónustu,“ segir Björn Óli Hauksson forstjóri Isavia.