Keflavík meðal bestu ferðaáfangastaðanna

Á síðunni flightnetwork.com er Keflavík í sjötta sæti þegar kemur að þeim stöðum sem þú átt að heimsækja einu sinni á ævinni. Ferðalagið hefst í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og er mælt með því að keyra hringveginn á síðunni til þess að fá sem mest upp úr ferðinni, heimsækja fallega áfangastaði og upplifa menninguna.

Mælt er með því að fara í Bláa Lónið og sagt er að í Keflavík sé hægt að fá bílaleigubíl og þegar þú hefur fengið lyklana í hendurnar þá hefjist epískt ferðalag sem tekur þig í ferðalag sem þú munt aldrei upplifa aftur. Hægt er að lesa greinina hér.