Keflavík kemur ekki til greina
Keflavíkurflugvöllur þykir ekki koma til greina sem framtíðarflugvöllur fyrir innanlandsflugið. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps um legu Reykjavíkuflugvallar. Starfshópurinn útlokar bæði Vatnsmýrina og Keflavík en af þeim sex stöðum sem komu til greina þykir Hólmsheiði einna álitlegust.
Helstu rökin eru þau að of dýrt sé að sækja innanlandsflugið til Keflavíkur.
Mynd: Frá Keflavíkurflugvelli. VF-mynd: elg