Fréttir

  • Keflavík hagstæðari kostur fyrir innanlandsflug
    Fréttin sem Oddný skrifar stöðufærslu um.
  • Keflavík hagstæðari kostur fyrir innanlandsflug
    Oddný Harðardóttir
Mánudagur 13. apríl 2015 kl. 08:46

Keflavík hagstæðari kostur fyrir innanlandsflug

– segir þingkonan Oddný Harðardóttir

„Keflavíkurflugvöllur er vel í stakk búinn til þess að taka við innanlandsflugi. Ekki þarf að ráðast í miklar framkvæmdir, hvorki vegna flugbrauta né vegna húnæðis fyrir flugstöð. Nýta mætti húsnæði í eigu ríkisins í nágrenni Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar,“ segir Oddný G. Harðardóttir þingkona á fésbókarsíðu sinni. Hún skrifar stöðufærslu og vísar til fréttar Stöðvar 2 frá því um helgina þar sem sagt er frá hugmyndum um að byggja nýjan innanlandsflugvöll, sem jafnframt gæti verið millilandaflugvöllur, í Hvassahrauni miðja vegu milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkurflugvallar.

„Keflavík er því mun hagstæðari kostur en Hólmsheiði, Álftanes eða Hvassahraun þar sem byggja þyrfti dýr mannvirki. Með tíðari rútuferðum um Reykjanesbraut og eflingu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja sem nauðsynleg er hvort sem er, get ég ekki séð neitt sem mælir gegn því að Keflavíkurflugvöllur taki við innnlandsfluginu,“ segir Oddný jafnframt í færslu sinni.

https://www.facebook.com/permalink.php?story_fbid=10206420420175862&id=1429336481

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024