Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Keflavík fær leyfi fyrir vínveitingum við Sunnubraut
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
föstudaginn 27. janúar 2023 kl. 15:00

Keflavík fær leyfi fyrir vínveitingum við Sunnubraut

Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags, um rekstrarleyfi fyrir vínveitingum að Sunnubraut 34, sem er íþróttahús Keflavíkur.

Umsóknin snýst um að félagið fái leyfi til að selja áfengi á fjáröflunarviðburðum sem það hefur staðið fyrir en alltaf þurft að sækja um fyrir hvern og einn þeirra. Þar er átt við þorrablót, steikarkvöld, konu/karlakvöld o.s.frv. Leyfið er ekki ætlað til að selja áfengi í stúku á leikjum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þetta fyrirkomulag er í raun hagstæðara fyrir félagið að fá leyfið til eins árs í senn, heldur en að sækja um í hvert skipti með tilheyrandi kostnaði.

Lagðar voru fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Bæjarráð samþykkti umsóknina fyrir sitt leyti með vísan til fyrirliggjandi umsagna og greinargerðar Einars Haraldssonar, formanns Keflavíkur.