Keflavík fær jákvæða umfjöllun
-5 reasons to visit Keflavík
Keflavík fær jákvæða umfjöllun hjá bloggaranum Alyssa Ramos en grein hennar kallast „5 reasons to visit Keflavik". Alyssa komst nýverið í fréttirnar fyrir blogg sitt þar sem fólk undrast á því að hún skuli ferðast ein og skrifaði hún um það grein á Huffington Post og birti jafnframt myndir frá Íslandsferð sinni.
Í færslu sinni um Keflavík segir hún gott að gista í fallegum litlum bæ rétt hjá flugvellinum sem gefi hvíld frá mannfjöldanum í Reykjavík þar sem meirihluti Íslendinga búi auk þess sem fjöldi ferðamanna þar sé meiri.
Alyssa telur m.a. upp notaleg hótel, góða veitingastaði, falleg listaverk, Brú milli heimsálfa og Bláa lónið.
„If you drive just a mere five minutes north of the airport, you’ll find the most charming little town that sits serenely on a bay that’s painted cool hues of blues, purples, and grays. The town is called Keflavik, it’s the area you land in, but it’s so much more than just an airport town."
Alyssa segir bæinn snyrtilegan með fallegum götum, skemmtilegum litlum búðum og veitingastöðum. Þar sé engin traffík eða vandamál með bílastæði og færri ferðamenn.
Bloggarinn Alyssa Ramos við Brú milli heimsálfa