Keflavík átti ekki flugeldana
Flugeldarnir sem sprungu í eldsvoðanum við Bolafót í Njarðvík í fyrrinótt voru ekki í eigu Knattspyrnudeildar Keflavíkur. Sögusagnir hafa verið á kreiki um að flugeldarnir hafi verið í þeirra eigu sem er ekki rétt. Flugeldar Knattspyrnudeildar Keflavíkur eru í traustri og viðurkenndri sprengjuefnageymslu í Reykjavík.
Myndin: Það voru mikil læti þegar flugeldarnir sprungu í eldsvoðanum eins og sjá má af myndinni. Mikil hætta skapaðist við slökkvistarfið. VF-ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson.