Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Laugardagur 5. desember 1998 kl. 09:00

KAUPSKRÁRNEFND ÚRSKURÐAÐI 3% LAUNAHÆKKUN

Kaupskrárnefnd hefur úrskurðar að laun verslunar- og skrifstofufólks hjá Varnarliðinu skuli hækka um 3%. Hækkunin gildir frá og með fyrsta launatímabili í september sl. Þann 4. september sl. sendi Verslunarmannafélag Suðurnesja kaupskrárnefnd bréf þar sem félagið óskaði, fyrir hönd félagsmanna sinna er starfa hjá Varnarliðinu, eftir launahækkunum vegna launaskriðs hjá verslunarmönnum á almennum markaði. Til að úrskurða um þetta mál voru fengin Hannes G. Sigurðs son, nefndarmaður kaupskrárnefndar og Edda Rós Karlsdóttir, hagfræðingur ASÍ til þess að fara yfir niðurstöður kjararannsóknarnefndar og komast að því hvort launaskrið hefði orðið á almennum markaði og þá hve mikið. Samkvæmt könnun þeirra hefur launaskrið verslunar- og skrifstofufólks á almennum markaði verið 3,3% á árinu 1997 umfram almennar launahækkanir en ekkert á árinu 1996. Félagsmenn í VS sem starfa hjá varnarliðinu fengu síðast launahækkanir til samræmis við hinn almenna vinnumarkað 1. janúar 1996.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024