KAUPIR REYKJANESBÆR RAFBÍL?
Jöfur h/f hefur boðið bæjarsjóði til kaups Peugeot 106e, rafbifreið til kaups en verð á slíkri bifreið er um 1,5 milljónir. Bæjarráð hefur óskað eftir umsögn forstöðumanns innkaupa- og véladeildar og einnig umsögn framkvæmda- og tækniráðs, með hvaða hætti slíkur bíll myndi henta bæjarfélaginu.Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti nýverið að veita Rekstarfélagi keilusalarins/Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar styrk upp í húsaleigu keilusalar vegna æskulýðsstarfs. Upphæðin verður ákveðin við fjárhagsáætlunargerð 1999.Markaðs- og atvinnuráð er að undirbúa í samvinnu við menningar- og safnaráð tillögur um að endurbygging og frágangur Duus-húsanna ásamt fleiru, verði framlag bæjarins í tengslum við verkefnið Reykjavík, menningarborg árið 2000.