Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kaupir GGE meira í Hitaveitunni?
Föstudagur 18. apríl 2008 kl. 10:01

Kaupir GGE meira í Hitaveitunni?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Vel kemur til greina að Geysir Green Energy auki hlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja, hefur MBL í morgun eftir Ásgeiri Margeirssyni, forstjóra GGE. Samkeppniseftirlitið gaf það út í gær að eignarhald Oruveitu Reykjavíkur í HS mætti ekki vera nema 3% og því er tæplega þriðjungs eignarhlutur í HS í óvissu. OR er gert að gera breytingar á eignarhaldi sínu í HS fyrir 1. október, samkvæmt þessum úrskurði. OR á 16,58% hlut í HS og hafði í hyggju að kaupa hlut á ríflega 15% hlut Hafnarfjarðar. Geysir Green á 32% hlut í HS.

 

Ásgeir segir það ljóst að ekki finnist neinir opinberir aðilar í landinu sem geti verið kaupendur að fyrrgreindum eignarhlut. Hann segir vel koma til til greina að GGE auki hlut sinn í HS og útilokar ekki neitt.

„Hins vegar verður að hafa í huga að það er forkaupsréttur á öllum eigendabreytingum í HS og þá getur Reykjanesbær eða aðrir eigendur HS beitt forkaupsrétti á samninga þar um. Þannig að þetta leysist aldrei öðruvísi en með samkomulagi eigenda,“ hefur MBL eftir Ásgeiri.

VF-mynd/elg - Reykjanesvirkjun