Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 25. júlí 2001 kl. 19:06

Kaupir Gerðahreppur Útskálaland?

Bréf frá aðilum, sem eiga fasteignir í landi Útskála varðandi innheimtu á lóðarleigu.  Óskað er eftir aðstoð Gerðahrepps til að fá lögfræðilegt álit á aðgerðum Prestssetrasjóðs.Fulltrúar F-listans óska að eftirfarandi verð fært til bókar: “ Gerðahreppur hefur leitað eftir kaupum á landi Útskála en hefur fengið afsvar a.m.k. í bili. Tilgangur landakaupa á vegum hreppsins er m.a. sú stefna meirihluta hreppsnefndar að koma reglu á fjárhæðir vegna lóðarleigu og færa hana til samræmis við þá leigu sem tíðkast í sveitarfélögum í nágrenni Gerðahrepps þ.e. miða leigu við fasteignamat. Hreppurinn hefur í þessum tilgangi þegar leigt hreppsland með þeirri reglu að miða við ákveðið hundraðsfall af fasteignamati og hætt að nota viðmiðun við hlutfall af lægsta taxta verkamanna, sem að áliti meirihluta hreppsnefndar er óeðlilegt og ósanngjarnt viðmið.

Gerðahreppur getur ekki tekið að sér málarekstur fyrir einstaka íbúa hreppsins af því tagi sem felst í erindi fasteignaeiganda í Útskálalandi. Hins vegar hefur hreppurinn vegna sölu á húseigninni “Skuld” hagsmuni af því að fá úr þeim álitaefnum skorið, sem felast í bréfi landeigandanna og krafna sem hann gerir varðandi þá eign, hliðstæðan þeim sem hann gerir á aðra fasteignaeigendur.

Þetta kemur fram í fundargerðum Gerðahrepps í júlí.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024