Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kaupfélag Suðurnesja eignast þriðjung í Lyfju hf.
Mánudagur 7. júní 2004 kl. 11:19

Kaupfélag Suðurnesja eignast þriðjung í Lyfju hf.

Nýstofnað félag Eignarhaldsfélag Lyfju ehf., sem er dótturfélag Árkaupa ehf.,  hefur fest kaup á öllu hlutafé í Lyfju hf.  Samningur þess efnis var undirritaður síðastliðinn föstudag, 4. júní.
Hluthafar í Árkaupum eru Kaupfélag Suðurnesja (33,3%), Vátryggingafélag Íslands hf. (33,3%),  Íslandsbanki hf. (20%),  Eignarhaldsfélagið Samvinnutryggingar (10%) og Kaupfélag Skagfirðinga (3,3%). Eigið fé Árkaupa er 1.500 milljónir króna.

Í dag verður haldinn hluthafafundur í Lyfju og félaginu kosin ný stjórn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024