Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kaupendur fyrstu fasteignar velja Suðurnes
Þriðjudagur 20. október 2015 kl. 12:28

Kaupendur fyrstu fasteignar velja Suðurnes

Hlutfall fyrstu kaupa af þinglýstum kaupsamningum það sem af er ári er hæst á Suðurnesjum, rétt rúm 32%. Þetta kemur fram í frétt á vef Þjóðskrár Íslands um fyrstu kaup en vísað er til fréttarinnar á vef Reykjanesbæjar. Fylgst hefur verið með upplýsingum um þinglýsingu fyrstu kaupa frá því heimild til lægri stimpilgjalda vegna fyrstu kaupa var gefin út 1. júlí 2008.

Í vinnslu Þjóðskrár eru þinglýstir kaupsamningar taldir og afsöl um íbúðarhúsnæði án undangengins kaupsamnings og eignayfirlýsingar. Ekki eru taldar með eignatilfærslur byggðar á erfðum eða öðru slíku, eins og segir í fréttinni. „Rannsókn á því hvort um fyrstu kaup var að ræða fór fram við móttöku skjala til þinglýsingar hjá sýslumönnum.“

Af þeim 615 kaupsamningum sem hafa verið þinglýstir á Suðurnesjum það sem af er ári eru 198 fyrstu kaup. Á eftir Suðurnesjum kemur Austurland með rétt tæp 32%, þá Vestfirðir, síðan Suðurland, Norðurland vestra, Vesturland, Höfuðborgarsvæðið og loks Norðurland vestra. Í gögnunum er ekki að finna skiptingu milli sveitarfélaga innan landssvæða.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024