Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kaupa tíma í Sporthúsinu fyrir knattspyrnudeildir
Föstudagur 5. október 2018 kl. 09:59

Kaupa tíma í Sporthúsinu fyrir knattspyrnudeildir

Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að verja samtals einni milljón króna í kaup á tímum í Sporthúsinu fyrir knattspyrnudeildir Keflavíkur og Njarðvíkur.
 
Bæjarráð samþykkir að veita kr. 800.000.- til knattspyrnudeildar Keflavíkur og kr. 200.000.- til knattspyrnudeildar UMFN til kaupa á tímum í Sporthúsinu. 
 
Erindinu, sem þeir Hafþór B. Birgisson íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og Hafsteinn Ingibergsson forstöðumaður íþróttamannvirkja gerðu grein fyrir á fundi bæjarráðs, að öðru leyti vísað til fjárhagsáætlunar 2019.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024