Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kaupa rafstöð og útbúa tengingar fyrir fjöldahjálparstöð á Sunnubraut
Frá fjöldahjálparstöðinni í íþróttahúsinu við Sunnubraut síðasta vetur.
Mánudagur 14. desember 2020 kl. 20:26

Kaupa rafstöð og útbúa tengingar fyrir fjöldahjálparstöð á Sunnubraut

Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt erindi er varðar fjöldahjálparstöð í Reykjanesbæ og vísað því til fjárhagsáætlunargerðar 2021.

„Síðasta vetur kom upp atvik sem minnir okkur á að við þurfum að huga betur að neyðaráætlunum hjá okkur. Vegna óveðurs urðum við að taka við fjölda af fólki sem urðu „úti“ vegna ófærðar á Reykjanesbrautinni. Tekið var við fólki í íþróttarhúsinu við Sunnubraut og hentar það húsnæði ágætlega til þess brúks. Það er tillaga okkar á umhverfissviði að við útfærum þetta húsnæði með þeim hætti að það nýtist okkur við hvers konar vá og við hvaða aðstæður sem er. Eitt af því er að tryggja að þótt rafmagn fari af sveitarfélaginu þá getum við tengt færanlega rafstöð við húsnæðið og verður því ekki ónothæft vegna rafmagnsleysis,“ segir í kynningu sem lögð var fyrir bæjarráð Reykjanesbæjar á dögunum.

Ráðast þarf í kaup á rafstöð og setja upp tengibúnað í aðaltöflu íþróttahússins við Sunnubraut ásamt tengli á útvegg þannig að hægt sé að koma rafmagni á húsið verði bæjarfélagið án rafmagns í einhvern tíma.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024