Mánudagur 17. maí 2021 kl. 09:48
Kaupa ný sæti fyrir tvær milljónir króna
Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að verja tveimur milljónum króna til kaupa á nýjum sætum í stúkuna á knattspyrnuvellinum við Hringbraut í Keflavík.
Bæjarráð telur rétt að sætin verði keypt í samráði við Kristin Jakobsson innkaupastjóra og Knattspyrnudeild Keflavíkur.