Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kaupa iðnaðarsvæði á 110 milljónir króna
Frá Grindavík.
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
þriðjudaginn 26. nóvember 2019 kl. 09:43

Kaupa iðnaðarsvæði á 110 milljónir króna

Bæjarráð Grindavíkur leggur til við bæjarstjórn að sveitarfélagið kaupi tæplega 54 hektara lands á iðnaðarsvæði Grindavíkur.

Á fundi bæjarráðs var tillaga að afsali um kaup Grindavíkurbæjar á tæplega 54 ha landi sem bærinn á rétt á að kaupa. Greiðsla fyrir landið mun eiga sér stað á árinu 2019. Bæjarráð vísaði afsalinu til samþykktar í bæjarstjórn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun 2019 að fjárhæð 110.000.000 kr. sem komi til lækkunar á handbæru fé. Jafnframt felur bæjarráð sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að fella út úr fjárhagsáætlun 2020 kr. 120.000.000 sem ætluð voru til kaupa á umræddu landi,“ segir í gögnum bæjarráðs.