Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Kaupa hlut í ferðaþjónustu á Garðskaga
Miðvikudagur 27. júlí 2016 kl. 09:09

Kaupa hlut í ferðaþjónustu á Garðskaga

Sveitarfélagið Garður hefur keypt sig inn í ferðaþjónustu á Garðskaga. Bæjarráð Garðs samþykkti á fundi sínum á dögunum að kaupa 8% hlut í ferðaþjónustufyrirtækinu Garðskaga ehf. sem rekur ferðaþjónustu í húsnæði byggðasafnsins og vitunum á Garðskaga.

Kaupin á 85 hlutnum eru að nafnvirði 800.000 krónur. Garðskagi ehf. hefur undanfarna mánuði unnið að breytingum á húsnnæði byggðasafnsins á Garðskaga þar sem rými fyrir veitingaþjónustu hefur verið aukið. Þá hefur verið innréttað kaffihús í gamla vitanum á Garðskaga og unnið að uppsetningu sýninga í stærri vitanum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024