Kaup Magma líklega lögleg
Kaup Magma Energy Sweden á HS Orku eru í samræmi við lög samkvæmt þremur af fjórum mögulegum lagatúlkunum sem fjallað er um í skýrslu nefndar um orku og auðlindamál sem fjalla átti um kaupin. Fréttablaðið greinir frá þessu í dag.
Skýrsla Magma-nefndarinnar verður kynnt á fundi ríkisstjórnarinnar í dag, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru í henni reifaðar nokkrar leiðir sem stjórnvöld hafa til að bregðast við vegna kaupa Magma. Álitamálum vegna kaupanna verði hins vegar ekki svarað nema fyrir dómstólum.
Samkvæmt heimildum blaðsins er meginniðurstaða nefndarinnar sú að kaup Magma samrýmist íslenskum lögum og að ekki hafi verið að finna augljósa annmarka á þeim samningum sem nefndin hafði til skoðunar.
Sjá nánar á www.visir.is