Kaup á Bæjarveitum Vestmannaeyja samþykkt í dag?
Hluthafafundur verður haldinn hjá Hitaveitu Suðurnesja hf. í dag þar sem rædd verður fyrirhuguð sameining við Bæjarveitur Vestmannaeyja. Meirihlutinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur samþykkt að selja veiturnar í skiptum fyrir 7% hlut í Hitaveitu Suðurnesja hf.Minnihlutinn í Vestmannaeyjum hefur hins vegar mótmælt sameiningunni.
Viðræðunefndir beggja aðila komust að samkomulagi um sameiningu fyrirtækjanna um síðustu áramót og stjórnir fyrirtækjanna hafa einnig lagt blessun sína yfir málið. Samþykkt stjórnar Hitaveitu Suðurnesja er hins vegar háð samþykki hluthafafundarins sem haldinn er í dag.
Viðræðunefndir beggja aðila komust að samkomulagi um sameiningu fyrirtækjanna um síðustu áramót og stjórnir fyrirtækjanna hafa einnig lagt blessun sína yfir málið. Samþykkt stjórnar Hitaveitu Suðurnesja er hins vegar háð samþykki hluthafafundarins sem haldinn er í dag.