Kattaeigendur sinni skyldum sínum
Gildandi samþykkt um kattahald á Suðurnesjum var lögð fram í bæjarráði Voga á dögunum en þar er fjallað um lausagöngu katta. Bæjarráð felur bæjarstjóra að ítreka reglur um kattahald á heimasíðu Voga og hvetja kattareigendur til að sinna skyldum sínum samkvæmt ákvæðum samþykktar um kattahald.
Myndin er úr safni og er tekin á Vallargötu í Keflavík.