Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kátt í Reykjaneshöllinni
Laugardagur 18. júní 2005 kl. 13:16

Kátt í Reykjaneshöllinni

Fjöldi fólks skellti sér í Reykjaneshöllina í gær. Krakkarnir sögðu það þægilegt að hvíla sig aðeins á sólinni.

Léttsveit Tónlistaskóla Reykjanesbæjar opnaði hátíðina. Þá tók við ögn rokkaðri hljómar þegar hljómsveitin BÍBA frá Reykjanesbæ tók við. Þar var farið fimlega um strengi bassans. Við tók svo Hjálmar Hjálmarsson sem gladdi alla með eftirhermum og skrípalátum. Hljómsveitin sem ber allt annað en hefðbundið heiti, Safnaðarfundur eftir messu hitaði svo loks undir fyrir loka atriði kvöldsins, Á móti sól.  Vonandi voru þeir ekki á móti veðurblíðu dagsins!
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024