Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kátt á hjalla í rigningu og roki
Þriðjudagur 31. ágúst 2004 kl. 16:54

Kátt á hjalla í rigningu og roki

Jaxlarnir í Nesprýði láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna en þeir fengu aldeilis að kenna á því í slagviðrinu sem var í dag.

Þeir vinna nú hörðum höndum að því að gera allt klárt fyrir Ljósanótt og eru að leggja lokahönd á síðasta kafla Hafnargötunnar. Hringtorgið við Vatnsnesgötu er til reiðu búið og er einungis eftir frágangur við gangbrautir og gangstéttir.

Strákarnir létu vætuna ekki á sig fá og brugðu á leik fyrir ljósmyndara Víkurfrétta.
VF-mynd: Einar, Bjarni, Óskar og Gunni á góðri stund

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024