Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Kastalinn opnaði á laugardag
Fimmtudagur 27. mars 2003 kl. 16:56

Kastalinn opnaði á laugardag

Blóma- og handverksbúðin Kastalinn opnaði sl. laugardag en verslunin er til húsa að Hafnargötu 39. Pétur Gunnarsson er eigandi verslunarinnar ásamt eiginkonu sinni Steinunni Marínósdóttur og sagði hann að fólk á Suðurnesjum hefði tekið Kastalanum mjög vel og hefur verið brjálað að gera frá því verlsunin opnaði. Í Kastalanum er hægt að fá ýmsar gjafavarör, þar er mikið um íslenskt handverk, vinagjafir eða óvissugjafir sem er eigin framleiðsla sem seld hefur verið í blómabúðum um land allt við mikla hrifningu. Einnig er mikið um allskyns blóm, pottablóm og vendi en blóma- og skreytingarmeistari Kastalans er Uffe Balflev, einn þekktasti blómaskreytingarmaður landsins.Pétur sagði í samtali við Víkurfréttir að hann hygðist ætla sér að vera með borð og stóla fyrir utan verslunina í sumar þar sem hægt væri að fá sér kaffi og konfekt. „Uffe mun svo hnýta blómvendi fyrir fólkið fyrir utan og munum við reyna að mynda smá stemningu í sumar, með lifandi tónlist, andlitsmálun og fleira.
Kastalinn er opinn frá kl. 10 á morgnanna til kl. 23 á kvöldin alla daga og sagði Pétur að þetta væri gert til að koma til móts við viðskiptavininn. „Ég ætla að koma fyrir bjöllu fyrir utan dyrnar á búðinni þannig að ef einhver vill koma hingað t.d. kl. þrjú á nóttunni til að versla rós handa konunni sinni eða kærustu þá getur hann það. Ég bý í íbúð í sama húsi og verslunin og því verður þetta ekkert mál“, sagði Pétur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024