Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Kastaðist í götuna og slasaðist
Mánudagur 2. september 2013 kl. 11:50

Kastaðist í götuna og slasaðist

Hjólreiðamaður féll í götuna í Reykjanesbæ um helgina og slasaðist töluvert. Hann var þátttakandi í þríþrautarkeppni, sem efnt hafði verið til í Reykjanesbæ. Maðurinn hjólaði utan í götukant með þeim afleiðingum að hann kastaðist af hjólinu og í götuna. 

Hann var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, þar sem gert var að sárum hans. Þá var lögreglan á Suðurnesjum  kvödd til þar sem karlmaður hafði skorið sig á hendi með slípirokk. Hljóp rokkurinn til og lenti rétt ofan við úlnlið mannsins, sem hlaut skurð við óhappið. Maðurinn var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, þar sem skurðurinn var saumaður saman.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024