Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 3. nóvember 2003 kl. 10:46

Kastaði röri í bifreið

Skömmu eftir miðnætti á föstudagskvöld hringdi kona á lögreglustöð og kvaðst hafa verið að aka norður Njarðarbraut í Njarðvík og á móts við Herðubreið/Skjaldbreið hafi maður hent röri í bifreiðina. Brotnaði framrúðan og skemmdir urðu á toppi. Lögreglumenn könnuðust við manninn af lýsingu ökumanns og farþega bifreiðarinnar. Hafðist upp á honum skömmu síðar og viðurkenndi hann verknaðinn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024