Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kastaði grjóti í bifreið
Mánudagur 28. mars 2005 kl. 12:22

Kastaði grjóti í bifreið

Árla í morgun varð ökumaður leigubifreiðar fyrir því að grjóti var kastað í bifreið hans þar sem hann ók Garðveg í átt til Keflavíkur, nærri Berghólabeygju. Ekki kannaði hann með skemmdir fyrr en nokkru síðar, en skemmdir urðu á vinstra frambretti bifreiðarinnar. Ekki er vitað hver tjónvaldur er, en að sögn ökumann var þarna á gangi piltur á aldrinum 17-18 ára, grannur, dökkhærður með axlarsítt hár og hárband. Var hann klæddur í dökka úlpu. 

Þá var lögreglan kvödd að fjölbýlishúsi í Keflavík um kl. 08:30 í morgun vegna hávaða. Húsráðandi, sem ekki vildi hleypa lögreglu inn, lofaði að hafa lægra og taka tillit til íbúa.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024