Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kastaði fíkniefnum út úr bílnum
Föstudagur 17. janúar 2014 kl. 11:17

Kastaði fíkniefnum út úr bílnum

Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn í Keflavík í gærkvöldi.

Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn í Keflavík í gærkvöldi eftir að hann hafði kastað fíkniefnum út um hliðarglugga bifreiðar sem hann ók. Maðurinn vakti athygli lögreglunnar á Suðurnesjum, sem var við umferðareftirlit, því vitað var að hann væri við akstur sviptur ökuréttindum.

Þegar hann stöðvaði bifreið sína, eftir að hafa ekið nokkurn spöl á undan lögreglubílnum, kastaði hann tösku út úr henni. Í töskunni var krukka, full af hvítu efni, sem reyndist vera amfetamín. Í bifreiðinni fundust einnig járnrör og öflug teygjubyssa. Sýnatökur á lögreglustöð staðfestu að maðurinn hafði neytt amfetamíns og metamfetamíns.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Auk þessa færðu lögreglumenn á Suðurnesjum, fyrr í vikunni, fimm ökumenn til sýnatöku á lögreglustöð. Fjórir þeirra reyndust hafa neytt kannabisefna og hinn fimmti kannabis og amfetamíns.