Kassakvittun varð að gasgrilli í Miðbæ
				
				Dregið hefur verið út annað gasgrillið í sumarleik Miðbæjar, Olís og Bautabúrsins í samvinnu við Víkurfréttir. Að þessu sinni kom kassakvittun Sigríðar Sveinbjörnsdóttur á Garðavegi 9 upp úr kassanum góða.Hún fór heim með myndarlegt grill og hlaðin kjöti og meðlæti. Sigríður átti ekki gasgrill fyrir sagðist spennt að reyna sig áfram við grilleldamennsku.Nú styttist í að þriðja og síðasta grillið verði dregið út en dregið er úr kassakvittunum viðskiptavina Miðbæjar.
				
	
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			




 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				