Kartöflu- og kálgarðar plægðir í Reykjanesbæ
Reykjanesbær hefur ákveðið að plægja upp gömlu kartöflugarðana í Grófinni. Til að byrja með verða til úthlutaðir 40 reitir sem eru ca. 20m2.
Í sumar mun þetta vera gjaldfrjálst þar sem óvissa ríkir um gæðin á jarðveginum. Þeir sem hafa áhuga á að fá úthlutun er bent á að hafa samband við Þjónustumiðstöð í síma 420-3200.