Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Karókí maraþon á Paddy´s um helgina
Fimmtudagur 13. janúar 2011 kl. 14:59

Karókí maraþon á Paddy´s um helgina

Karókí maraþonið í Reykjavík um síðustu helgi gekk með eindæmum vel og mörg hundruð manns lögðu leið sína í Norræna húsið til þess að taka lagið eða fylgjast með og sýna stuðning. Söngurinn slitnaði aldrei í Karókí maraþoninu síðustu helgi og myndaðist biðröð var við hljóðnemann nema rétt fyrst þegar fólk var feimið. Nú er komið að Suðurnesjabúum að láta í sér heyra og syngja sinn söng til náttúru og orkuauðlinda Íslands á Paddy´s við Hafnargötu. Fjörið hefst klukkan 21:00 í kvöld og stendur svo alla helgina. Nánari upplýsingar má nálgast á þessum hlekk hér.


Engin karókí vél verður á staðnum en þess í stað ætlar Addi trúbador að verða þátttakendum innan handar en hann er víst að sögn kunnugra mennskur glymskratti. Það sem þeir Suðurnesjabúar sem vilja leggja verkefninu lið þurfa að gera er að mæta á staðinn og syngja til styrktar verðugu málefni. Einnig eru sem flestir hvattir til að mæta þótt þeir treysti sér ekki til að þenja raddböndin.


Hér er svo undirskriftarlistinn þar sem
skorað er á stjórnvöld að koma í veg fyrir söluna á HS Orku og jafnframt skorað á Alþingi að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um eignarhald á orkuauðlindum Íslands og nýtingu þeirra.



Efri mynd/orkan.is: Björk tekur lagið með Ómari Ragnarssyni í Norrænahúsinu síðustu helgi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Neðri mynd:Adolf Marínósson/Addi Trúbador

EJS