Karlmaður og barn brenndust talsvert í Grindavík
Karlmaður á sjötugsaldri og tveggja og hálfs árs gamall drengur brenndust talsvert þegar sprenging varð í húsbíl í Grindavík um kl. 22 í kvöld. Svo virðist sem spregingin hafi orðið þegar maðurinn og barnið voru á leið inn í bílinn. Eldur kom upp í bílnum.
Karlmaðurinn og barnið brenndust talsvert og voru fluttir með sjúkrabifreið á sjúkrahús. Björgunarsveitarmenn úr Grindavík náðu að slökkva eldinn áður en slökkvilið kom á vettvang. Þrír björgunarsveitarmenn voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar hjá lækni með snert af reykeitrun. Málið er í rannsókn.