Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Karli og konu bjargað úr brennandi íbúð
Föstudagur 10. mars 2017 kl. 00:41

Karli og konu bjargað úr brennandi íbúð

Karl og kona björguðust þegar eldur kom upp í íbúð sem þau voru í við Vesturgötu í Keflavík um miðnætti. Lögreglumenn og slökkviliðsmenn björguðu parinu út úr íbúðinni en eldur virðist hafa komið upp í eldhúsi og logaði þegar fólkinu var komið til bjargar. Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins en mikill reykur myndaðist í íbúðinni sem er á efri hæð.
Fólkið sem er á þrítugsaldri var flutt á sjúkrahús í Reykjavík en þau voru bæði með meðvitund en þungt haldin þegar þeim var bjargað.
Slökkviliðsmenn unnu við að reykræsta íbúðina og ljóst að skemmdir eru verulegar á henni vegna reyks. Ekki er vitað um eldsupptök en talið að þau hafi verið í eldhúsi.
Í húsinu eru fjórar íbúðir en ekki er vitað hvort reykurinn hafi náð inn í þær en íbúarnir voru allir heima við þegar óhappið varð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024