Karlhóran komin til landsins
Karlhóran og Hollywood-stjarnan Rob Schneider kom til landsins í gærkvöldi til þess að kynna kvikmynd sína Deuce Bigalow: European Gigolo en hann mun verða á forsýningu myndarinnar í Smárabíó í kvöld.
Hann mætti með úfið og mikið hár, klæddur í Hawai-skyrtu sem hann safnar en hann á stórt og mikið safn af slíkum skyrtum. Hann var nýkominn frá Barcelona þar sem hann var einnig að kynna mynd sína en hann sagði í viðtali við Víkurfréttir að Ísland hafi verið á dagskrá hjá honum síðasta árið vegna þess hve fallega vinur hans talaði um landið.
Hann var hress og kátur þegar hann ræddi við Víkurfréttir í gærkvöldi: „Það er frábært að vera kominn hingað. Ef Clint er að horfa þá vona ég að hann setji mig í nýju kvikmyndina sína. Ég er laus í tökur þannig af ef þér vantar eitthvað þá hringir þú bara Clint,“ sagði Schneider og hló.
„Veðrið hér er fínt og fólkið indælt og ég er kominn með flottan og nýjan stimpil á vegabréfið mitt og ég get ekki beðið eftir því að prufa bjórinn.“
Schneider fannst það skemmtilegt að Clint Eastwood væri hérna ásamt fleiri frægum mönnum en hann sagði við blaðamann Víkurfrétta að hann ætlaði sér að hringja í Cameron Diaz á meðan hann væri hérna.
„Ég er spenntur yfir því að vera á þessari eyju og líka spenntur yfir því að Clint sé hérna því hann borðar á sama veitingastað og ég,“ sagði Schneider.
VF-mynd: Jón Þór Gylfason