Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kappakstur á Hafnargötunni
Miðvikudagur 1. október 2003 kl. 10:56

Kappakstur á Hafnargötunni

Á mánudagskvöld voru nokkur ungmenni í kappakstri á Hafnargötunni í Keflavík, en lögreglu var tilkynnt um vítaverða akstur í nágrenni við Vatnsnesveg. Bárust lögreglunni tvær tilkynningar að um kappakstur væri að ræða og að bílarnir væru báðir á mikilli ferð. Héldu lögreglumenn uppi eftirliti í nágrenni við Hafnargötuna fram á kvöld. Tveir ökumenn voru stöðvaðir og kærðir fyrir of hraðan akstur um svipað leyti á Grindavíkurvegi, en þeir voru á tæplega 120 km. hraða þar sem hámarkshraði er 90 km.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024