Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 6. ágúst 1999 kl. 11:16

KAPALSKIP Á STAKKSFIRÐI

Forvitnilegt skip hafði stuttan stans á Stakksfirði við Reykjanesbæ á frídegi verslunarmanna, s.l. mánudag. Þarna var á ferð bandarískt kapalskip. Ekki var það hingað komið til að leggja kapal um bæinn fyrir Kapalvæðingu heldur til að sækja varahluti og annan varning. Skipið er að vinna að viðgerðum á sæstreng milli Íslands og Bandaríkjanna um gervihnött. Það þýðir einnig að veraldarvefurinn (www) teygir sig út fyrir gufuhvolfið. VF-mynd HBB
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024