Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kannsbisræktun í svefnherberginu
Föstudagur 11. maí 2012 kl. 15:28

Kannsbisræktun í svefnherberginu



Lögreglan á Suðurnesjum handtók í vikunni karlmann á fertugsaldri og rúmlega tvítuga konu vegna gruns um að kannabisræktun væri í gangi í íbúðarhúsnæði þeirra. Að undangengnum dómsúrskurði var gerð húsleit á heimilinu. Þar fundust fjórtán kannabisplöntur, tólf í einu svefnherbergi og tvær í öðru.

Konan játaði aðild sína að málinu sem telst upplýst. Lögregla lagði hald á plönturnar og ræktunarbúnaðinn. Minnt er á fíkniefnasímann 800 5005 þar sem hægt er að koma gjaldfrjálst á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál, undir nafnleynd, til lögreglu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024