Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Kannabisræktun stöðvuð á Suðurnesjum
Þriðjudagur 13. janúar 2015 kl. 06:53

Kannabisræktun stöðvuð á Suðurnesjum

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði kannabisræktun í umdæminu í gærkvöld. Húsráðandi heimilaði húsleit og fannst kannabisræktun í tveimur herbergjum. Að auki fundu lögreglumenn fíkniefni á stofuborði og í eldhúsi.

Húsráðandi viðurkenndi aðild sína að málinu og kvaðst hafa ætlað efnin til eigin nota.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024