Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kannabisræktun stöðvuð á Suðurnesjum
Miðvikudagur 4. desember 2013 kl. 13:18

Kannabisræktun stöðvuð á Suðurnesjum

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði kannabisræktun í umdæminu í fyrradag. Sterk kannabislykt á svæðinu leiddi lögreglumenn að upplýstu iðnaðarhússnæði, sem reyndist vera læst. Enginn kom til dyra þegar bankað var, svo lásasmiður var fenginn á staðinn. Þegar hann byrjaði að bora kom karlmaður til dyra. Við leit, sem hann heimilaði, fundust nær 90 kannabisplöntur og talsvert magn af þurrkuðu kannabis. Karlmaðurinn kvaðst eiga ræktunina, en annar maður sem var með honum í húsnæðinu var einnig handtekinn vegna málsins.

Starfsmenn frá HS veitum voru kallaðir á staðinn og staðfestu þeir að tengt hefði verið framhjá rafmagnsmæli með því að setja upp svokallað millivar.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024