KANNABISRÆKTUN Á VATNSLEYSUSTRÖND
Þekktir aðilar úr fíkniefnaheiminum á Ströndinni:Lögreglan lagði hald á mikið magn kannabisplantna og marijúana við húsleit í sumarbústað á Vatnsleysuströnd s.l. mánudag. Athugulir lögreglumenn, sem voru á leið úr útkalli, tóku eftir að þekktir aðilar úr fíkniefnaheiminum voru að sniglast í kring um umræddan sumarbústað. Efnin fundust ofan við geymslu hússins, þar sem húsráðendur voru búnir að útbúa gróðurhús fyrir ræktunina. Lögreglan í Keflavík hefur lagt hald á mikið magn fíkniefna það sem af er þessu ári, mun meira en undanfarin ár.