Miðvikudagur 28. nóvember 2001 kl. 09:50
Kannabisræktun á Ströndinni
Lögreglan í Keflavík upplýsti kannabisræktun á Vatnsleysuströnd sl. sunnudag og lagði hald á nokkurt magn af kannabis.
Aðgerðin var samstarfsverkefni lögreglunnar í Keflavík og Hafnarfjarðar, en þau umdæmi hafa með sér öflugt samstarf varðandi rannsóknir fíkniefnamála.