Kannabisplöntur og þýfi fannst í Grindavík
Í tengslum við handtöku Lögreglunnar á Blönduósi á tveimur pörum sem lögreglan stöðvaði í Langadal í fyrradag við hefðbundið eftirlit fann Lögreglan í Keflavík 100 kannabisplöntur og þýfi við húsleit í Grindavík í gær. Lögreglan á Blönduósi fann töluvert magn fíkniefna í bílnum. Yfirheyrslur leiddu í ljós að efnin átti að selja í helstu bæjum á Norðurlandi. Ennfremur fundust í bílnum skartgripir úr innbroti í verslun í Grindavík. Annað parið var flutt til lögreglunnar í Keflavík til yfirheyrslu vegna rannsóknar á innbrotinu en hinu var sleppt. Leitað var í húsi fólksins í Grindavík. Þar var kannabisræktun og lagði lögregla hald á hundrað kannabisplöntur og nokkuð af tilbúnu kannabis.
Í húsinu voru líka fleiri skartgripir sem taldir eru vera úr innbrotinu í Grindavík. Parinu var sleppt að loknum yfirheyrslum. Lögreglan í Keflavík og Reykjavík hefur aðstoðað Blönduóslögreglu við rannsóknina sem er ekki lokið.
Í húsinu voru líka fleiri skartgripir sem taldir eru vera úr innbrotinu í Grindavík. Parinu var sleppt að loknum yfirheyrslum. Lögreglan í Keflavík og Reykjavík hefur aðstoðað Blönduóslögreglu við rannsóknina sem er ekki lokið.