Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kannabisóþefur en ekkert saknæmt fannst
Föstudagur 31. janúar 2014 kl. 11:01

Kannabisóþefur en ekkert saknæmt fannst

- Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005

Rúmlega tvítugur karlmaður framvísaði kannabisefni þegar lögreglumenn á Suðurnesjum gerðu hjá honum heimsókn í vikunni. Þegar lögreglumenn bar að garði lagði mikinn kannabisóþef frá híbýlum mannsins. Hann framvísaði einnig pípu sem hann kvaðst nota við reykingarnar. Ekkert saknæmt fannst þegar lögreglumenn leituðu í íbúðinni.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024