SSS uppbyggingarsjóður
SSS uppbyggingarsjóður

Fréttir

Kannabisfundur og fíkniefnaakstur
Föstudagur 13. desember 2013 kl. 12:40

Kannabisfundur og fíkniefnaakstur

Kannabisefni og kannabisfræ fundust við húsleit sem lögreglan á Suðurnesjum gerði í umdæminu í vikunni, að fengnum dómsúrskurði. Ekki var um mikið magn að ræða. Hins vegar voru á staðnum ummerki um kannabisræktun, sem búið var að taka niður.

Þá hafði lögregla afskipti af ökumanni vegna gruns um fíkniefnaakstur. Sýnatökur á lögreglustöð staðfestu að hann hefði neytt kannabisefna.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025