Kannabis og loftskammbyssur
Kannabisefni og tvær loftskammbyssur fundust í íbúðarhúsnæði í Reykjanesbæ í fyrradag.
Kannabisefni og tvær loftskammbyssur fundust í íbúðarhúsnæði í Reykjanesbæ í fyrradag. Lögreglan á Suðurnesjum fór í húsleit á staðinn, að fengnum dómsúrskurði, og fann þá lítilræði af kannabis, auk byssanna. Fíkniefnaleitarhundur var með í för og vísaði hann á staðina þar sem efnin voru falin.