Kannabis fannst við húsleitir
Þrjú kannabismál hafa komið á borð lögreglunnar á Suðurnesjum það sem af er vikunni. Farið var í húsleit, að fenginni heimild, í íbúðarhúsnæði þar sem kannabis fannst.
Í annarri húsleit sem gerð var einnig í íbúðarhúsnæði fannst kannabisefni í skúffu í eldhúsi og á hillu í baðherbergi.
Í þriðja málinu reyndist ökumaður sem handtekinn var með kannabisefni í fórum sínum.