Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kanna viðhorf íbúa til sameiningar
Miðvikudagur 25. janúar 2017 kl. 06:00

Kanna viðhorf íbúa til sameiningar

Íbúum í Sandgerði og Garði stendur nú til boða að taka þátt könnun um viðhorf til sameiningar sveitarfélaganna en þessa dagana er unnið að greiningu á kostum og göllum hennar. Gert er ráð fyrir að þeirri vinnu ljúki í maí og að í framhaldi af því verði tekin afstaða til þess hvort íbúar muni kjósa um tillögu um sameiningu sveitarfélaganna.

Á vefsíðum sveitarfélaganna tveggja kemur fram að mikilvægt sé að fá fram sjónarmið íbúa til sameiningar og ábendingar um ýmislegt sem málið varðar og íbúum finnst skipta máli. Íbúar eru hvattir til að taka þátt í könnuninni og að koma sínum sjónarmiðum og ábendingum á framfæri. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ráðgjafarfyrirtækið KPMG heldur utan um verkefnið og er ekki á neinn hátt mögulegt að rekja þátttöku í könnuninni til þeirra einstaklinga sem taka þátt í henni.

Í febrúar verður boðað til sérstakra íbúafunda og eru íbúar hvattir til að mæta. Könnunin stendur yfir til 1. febrúar.