Kanna sölu tóbaks til unglinga
SamSuð (Samtök félagsmiðstöðva á Suðurnesjum) mun framkvæma könnun á sölu tóbaks til ungmenna á Suðurnesjum á næstu dögum. Starfsmenn félagsmiðstöðvanna verða þá á ferðinni ásamt ungmennum til að kanna það hvernig sölustaðir tóbaks á svæðinu standa sig.
Svipuð könnun fór fram fyrir um ári síðan og þá kom í ljós að 79% sölustaða á Suðurnesjum seldu ekki tóbak til ungmenna undir 18 ára aldri. Það verður forvitnilegt að sjá hvort að verslunarmenn standi sig ekki eins vel í ár eða jafnvel betur.